Hrifnir gestir á Brotinu í Tjarnarborg

Staðlað

img_7359Mörg litrík og sterk lýsingarorð féllu í ummælum gesta á tveimur sýningum á Brotinu á Ólafsfirði, laugardaginn 24. september 2016. Flestir gestir í félagsheimilinu Tjarnarborg voru heimafólk en þarna voru líka Siglfirðingar, Dalvíkingar, Svarfdælingar, Akureyringar og meira að segja voru dæmi um að Húsvíkingar gerðu sér ferð alla leið til Ólafsfjarðar til að horfa á heimildarmyndina um sjóslysin miklu við Norðurland í dymbilvikunni 1963. Lesa meira

Endurminningar eltihrellis í forsetaralli Fiskidagsins mikla 2016

Staðlað
IMG_6307

Gestgjafi að Skógarhólum 32, Guðmundur Kristjánsson, bætir í súpumál forsetahjónanna.

Húsráðandi leit sem snöggvast á baukinn og hugsaði sýnilega: „Ætli Heineken hafi pumpað ofskynjunarmixtúru í dolluna í stað öls?“

Svo leit hann út aftur og sá ekki annað eftir á lóðinni sinni en glottandi mannapa með myndavél, hristi höfuð og hvarf.

Súpukvöldið mikla á 2016. Forseti og fylgdarlið stytta sér leið og lámast um bakgarða milli áfangastaða. Lesa meira

Herra Rokk, forsetahjón og senuþjófur í Ásvegi

Staðlað

IMG_6352web

Hver er maðurinn? var spurt þegar Morgunblaðið birti mynd að morgni Fiskidagsins mikla, 6. ágúst 2016, af forsetahjónunum í Ásvegi á Dalvík og með þeim trallandi gítarista í landsliðstreyju.

Fátt um svör þá en nú skal upplýst að þarna fór ekki neinn gítargutlari heldur alvöru músíkant og það svo mjög að síðasta lagið, sem Rúnar Júlíusson, sjálfur herra Rokk, hljóðritaði á ævinni, var einmitt eftir Elmar Sindra Eiríksson.

Lesa meira