Leiðin frá Tjörn um Þjóðminjasafnið að Bessastöðum

Staðlað
img_0828

Þór Magnússon 

„Við gistum í Fornahvammi á suðurleið en að morgni dags vildi Kristján ekki halda áfram för fyrr en hann hefði farið með bónda til gegninga í fjárhúsin,“ sagði Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður þegar hann brá upp eftirminnilegri og á köflum nærgöngulli nærmynd af Kristjáni Eldjárn. Tilefni samkomu í Þjóðminjasafninu var að liðin er nákvæmlega öld frá fæðingu drengsins á Tjörn sem síðar varð forseti Íslands.

Lesa meira

Göngustaðaættin tengir saman Clapton, Danadrottningu, Ringó og Ísland

Staðlað

1-img_9299Ætli Suðurflug á Keflavíkurvíkurflugvelli sé ekki eina þjónustufyrirtæki í flugsamgöngum veraldar þar sem eru fangaklefar í öðrum enda húss en búr fyrir lögregluhunda í hinum?

Ábyggilega einsdæmi en það er eftir öðru sem tengist Göngustaðaættinni svarfdælsku. Margir græðlingar hennar fara helst ekki troðnar slóðir. Lesa meira

Öll vildu þau Viðju kveðið hafa

Staðlað

img_9512„Ég hafði fyrir þáttinn ákveðið að velja annað hvort Unnstein Manúel eða Svölu Björgvins ef það byðist á annað borð. Þegar ég hafði flutt lagið höfðaði Unnsteinn mest til mín, hann virkaði þægilegur og eðlilegur. Kannski hjálpaði til að ég hlusta mikið á tónlistina hans en pældi samt ekkert í því á þeirri stundu.“

Guðbjörg Viðja Antonsdóttir bræddi sönghjörtu allra fjögurra dómaranna í fyrsta þætti Voice Iceland í sjónvarpi Símans. Hún er á leið í úrvalsdeild söngvara … Lesa meira

Hrifnir gestir á Brotinu í Tjarnarborg

Staðlað

img_7359Mörg litrík og sterk lýsingarorð féllu í ummælum gesta á tveimur sýningum á Brotinu á Ólafsfirði, laugardaginn 24. september 2016. Flestir gestir í félagsheimilinu Tjarnarborg voru heimafólk en þarna voru líka Siglfirðingar, Dalvíkingar, Svarfdælingar, Akureyringar og meira að segja voru dæmi um að Húsvíkingar gerðu sér ferð alla leið til Ólafsfjarðar til að horfa á heimildarmyndina um sjóslysin miklu við Norðurland í dymbilvikunni 1963. Lesa meira

Endurminningar eltihrellis í forsetaralli Fiskidagsins mikla 2016

Staðlað
IMG_6307

Gestgjafi að Skógarhólum 32, Guðmundur Kristjánsson, bætir í súpumál forsetahjónanna.

Húsráðandi leit sem snöggvast á baukinn og hugsaði sýnilega: „Ætli Heineken hafi pumpað ofskynjunarmixtúru í dolluna í stað öls?“

Svo leit hann út aftur og sá ekki annað eftir á lóðinni sinni en glottandi mannapa með myndavél, hristi höfuð og hvarf.

Súpukvöldið mikla á 2016. Forseti og fylgdarlið stytta sér leið og lámast um bakgarða milli áfangastaða. Lesa meira