15844085_405266159814464_2735152754755355718_o

Gangan á Vegi heilags Jakobs endaði í Syðra-Holti

Staðlað

Nýr eigandi Syðra-Holts í Svarfaðardal hefur upplifað margt sætt um dagana en ýmislegt súrt líka og sumt afar sárt. Ása Dóra Finnbogadóttir gekk nær 800 kílómetra á Spáni í október og nóvember, fetaði í fótspor pílagríma og glímdi við sorgina eftir að hafa misst eiginmann sinn í sjóslysi sumarið 2015. Örlögin höguðu því svo til að hún dvaldi núna um jól og áramót í Suður-Ameríku og fór þangað beint frá því að kaupa Syðra-Holt. Hún lítur björtum augum til nýrra tíma. Ljósmynd: Jose Besoain Narvaez. Lesa meira

Sagan af skipsklukkunni á Bjarma II

Staðlað

img_1058„Ég fékk fyrir skömmu ljósmynd og meðfylgjandi ábendingu um mann í Keflavík sem ætti skipsklukkuna frá Bjarma II EA-110, sem reyndist rétt vera. Ég setti mig í samband við hann og fékk gripinn til eignar, 15 kílóa koparhlunk með mikla sögu. Vonandi verður stofnaður vísir að sjóminjasafni á Dalvík og þá skal ég glaður gefa klukkuna sem fyrsta safngripinn!“ segir Haukur Sigvaldason, smiður og einn af aðstandendum heimildarmyndarinnar Brotsins. Lesa meira

Svarfdælasaga Árna Daníels

Staðlað

arni2wGóðum og áhugaverðum bókum fylgir jafnan að erfitt eða ómögulegt er að leggja þær frá sér fyrr en lesnar til loka. Og jafnvel blasir þá við að byrja aftur á byrjuninni og fara hægar yfir. Þetta á við um Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals, nýtt sagnfræðiverk eftir Árna Daníel Júlíusson frá Syðra-Garðshorni – að vísu flaggar hann Landbúnaðarsögunni sinni á myndinni! Lesa meira

Skíðdælskt handverk við Elliðavatn

Staðlað
img_0884

Oddný lengst til vinstri, Andrína og Steinunn Aldís.

Fyrstu kynni af jólamarkaði við Elliðavatn reyndust vera afskaplega góð. Meiningin var að ná sér í jólatré skjótlega og auðveldlega en svo kom á daginn að þarna var blómlegt mannlíf og blómlegt viðskiptalíf handverksfólks, meira að segja átti Skíðadalur fulltrúa sinn þar í hópi. Lesa meira