Endurminningar eltihrellis í forsetaralli Fiskidagsins mikla 2016

Staðlað
IMG_6307

Gestgjafi að Skógarhólum 32, Guðmundur Kristjánsson, bætir í súpumál forsetahjónanna.

Húsráðandi leit sem snöggvast á baukinn og hugsaði sýnilega: „Ætli Heineken hafi pumpað ofskynjunarmixtúru í dolluna í stað öls?“

Svo leit hann út aftur og sá ekki annað eftir á lóðinni sinni en glottandi mannapa með myndavél, hristi höfuð og hvarf.

Súpukvöldið mikla á 2016. Forseti og fylgdarlið stytta sér leið og lámast um bakgarða milli áfangastaða. Lesa meira

Herra Rokk, forsetahjón og senuþjófur í Ásvegi

Staðlað

IMG_6352web

Hver er maðurinn? var spurt þegar Morgunblaðið birti mynd að morgni Fiskidagsins mikla, 6. ágúst 2016, af forsetahjónunum í Ásvegi á Dalvík og með þeim trallandi gítarista í landsliðstreyju.

Fátt um svör þá en nú skal upplýst að þarna fór ekki neinn gítargutlari heldur alvöru músíkant og það svo mjög að síðasta lagið, sem Rúnar Júlíusson, sjálfur herra Rokk, hljóðritaði á ævinni, var einmitt eftir Elmar Sindra Eiríksson.

Lesa meira

Brotið frumsýnt við hrifningu

Staðlað

IMG_6016Heimildamyndin Brotið fékk verðskuldaðar viðtökur áhorfenda í Ungó á Dalvík í dag, enda upplýsandi, áhrifarík og vel gerð. Þrír Dalvíkingar, búsettir í Reykjavík, standa að verkefninu og hafa unnið lengi að því: Haukur Sigvaldason smiður, María Jónsdóttir textílhönnuður frá Árhóli á Dalvík og Stefán Loftsson kvikmyndagerðarmaður og bróðursonur Hauks. Lesa meira

Kristján Eldjárn á pólitískri skjálftavakt á forsetaferlinum

Staðlað

IMG_2598„Enginn forseti lýðveldisins hefur glímt við eins mikil vandamál á vettvangi stjórnmálanna og Kristján Eldjárn. Örlögin voru betri við okkur hina forsetana. Aðeins ein ríkisstjórn á tólf ára forsetaferli hans féll ekki á kjörtímabilinu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ávarpi á mögnuðu málþingi í Bergi á Dalvík í tilefni af því að í ár eru liðin hundrað ár frá fæðingu Kristjáns Eldjárns forseta. Fjölmenni sótti samkomuna sem Svanfríður Jónasdóttir stýrði vel og röggsamlega. Lesa meira