Fullt hús á Loka þegar Svarfdælir sötruðu vorkaffi

Staðlað

Kaffibandið á útopnu: Sindri, Jón Kjartan, Magni og Kitta.Vorkaffi var fastur liður í starfsemi Svarfdælingafélagsins í Reykjavík sáluga og lognaðist út af með því. Óhætt er að segja að óformlegur félagsskapur Svarfdælinga sunnan heiða hafi myndast með bjórkvöldunum í Kópavogi í fyrra og á Kaffi Loka á Skólavörðuholtinu nú. Ein helsta sprautan í samkomuhaldinu er Sindri Heimisson og auðvitað varð það hann sem beitti sér fyrir því að vorkaffið yrði endurvakið. Gestgjafarnir á Loka, Hrönn og Þórólfur, skutu að sjálfsögðu skjóli yfir Svarfdælinga í tilefni vorkomunnar í dag. Loki er reyndar orðinn félagsheimili svarfdælska þjóðarbrotsins syðra í hjarta höfuðborgarinnar. Lesa meira