Unna Maja: „Hlýjar hugsanir hjálpa“

Staðlað

Unna Maja með tölvuna góðu heima hjá sér fyrir hvítasunnuhelgina. Rögnvaldur Már Helgason tók hús á henni og tók meðfylgjandi myndir.

Frænkur Unnar Maríu Hjálmarsdóttur á höfuðborgarsvæðinu blása til lokasóknar í fjársöfnun sem þær hófu í lok aprílmánaðar henni til stuðnings í glímunni við illviðráðanlegt krabbamein. Sigrún K. Óskars, Halla Jónasar og Inga Snorra fóru upphaflega af stað innan Jónshúsættarinnar á Dalvík til að safna fyrir fínni fartölvu og öllu tilheyrandi handa Unnu Maju og ákváðu síðan að gefa fleirum kost á þvi að sýna hug sinn í verki með því að gefa í söfnunina. Lesa meira

Baráttukveðjur til Unnu Maju

Staðlað

Unna Mæja prófar nýju tölvuna, Sigrún Óskars fylgist með. Símamynd: Inga Snorra.

Frænkur Unnar Maríu Hjálmarsdóttur færðu henni fartölvu, tösku utan um hana, heyrnartól og netpung, til að komast í samband við umheiminn, á sjúkrasæng á Landspítalanum um helgina. Unna Maja, dóttir Sólveigar og Bomma á Dalvík og systir Hjálmars leikara og bæjarfulltrúa í Kópavogi (til upplýsingar fyrir Svarfdæli sunnan heiða), greindist nýlega með krabbamein og er í geislameðferð á Landspítala. Hún gæti þurft að vera mikið á ferðinni milli Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítala næstu mánuði. Frænkum hennar þótti ófært annað en hún réði yfir tölvu til að geta verið í sambandi við börnin sín og barnabörn á þessum erfiðu tímum fyrir hana og aðstandendur hennar. Lesa meira