Tungurétt Svarfdælinga er endurborin og endurvígð. Hún var steypt upp og snurfusuð. Fyrstu ærnar komu í hana núna á sunnudaginn og lömbin með, flest á leið inn í eilífðina en önnur verða sett á vetur og mæta á ný að hausti 2015. Séra Magnús vígði og gangnamannakórinn söng. Það var hátíð manna í almenningnum. Lömb jörmuðu hins vegar sáran. Þeim drepleiddist tilstandið, alveg bókstaflega. Lesa meira