Þórólfur Antonsson, vert á Kaffi Loka á Skólavörðuholti, er með það í genunum að föndra með fisk. Toni, faðir hans, var snar í snúningum í fiskbúðinni á Dalvík forðum og sonurinn var líka afskaplega handfljótur og sannfærandi í skötusuðunni í dag.
Þórólfur Antonsson
Loki braut ísinn eins og jötni er lagið
StaðlaðHrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson, eigendur veitingahússins Loka á Skólavörðuholti í Reykjavík, voru fyrst til að styrkja minningarverkefnin um sjóslysin við Norðurland 1963 með fjárframlagi. Kemi ehf. í Reykjavík hefur sömuleiðis styrkt verkefnin myndarlega. Lesa meira
Flamberað flatbrauð í boði dalvísks fiskifræðings á Café Loka
StaðlaðHróður flatbrauðs og rúgbrauðs á matseðli veitingahússins Café Loka, efst á Skólavörðuholtinu, berst víða um heimsbyggðina með erlendum ferðamönnum sem kíkja þar inn á leið til eða frá guðshúsi kenndu við sálmaskáldið Hallgrím.
Sumir fara ekki af landi brott nema koma í annað eða þriðja sinn á Loka en láta eina heimsókn duga fyrir guðshúsið. Café Loki slær í gegn svo um munar. Umsvifin hafa aukist um tugi prósenta á skömmum tíma, þökk sé aðallega erlendu ferðafólki. Íslendingum í gestahópnum fjölgar líka stöðugt, þar á meðal Svarfdælingum og viðhengjum þeirra. Lesa meira