Býr Sigurður í Brautarhóli eða á Brautarhóli? Áleitin spurning kviknaði eftir að viðtal birtist hér á Sýslinu um jólin við séra Sigurð Árna Þórðarson Hallgrímskirkjuprest af Brautarhólskyni. Skrifar Sýslsins, fæddur og uppalinn vestan Svarfaðardalsár, skrifaði „í Brautarhóli“ en viðmælandinn kannaðist ekki við annað en forsetninguna á framan við Brautarhól. Þetta kallar á meiri pælingar í forsetningum, bæjarnöfnum og málvenju í Dalnum.