Kór Árbæjarkirkju hefur á að skipa hvorki fleiri né færri en sjö Svarfdælingum. Það er býsna hátt hlutfall þegar þess er gætt að alls eru 32 söngfuglar í kórnum. Landsbyggðarrætur kórsins eru verulegar. Þarna eru sjö Húnvetningar, Strandamenn og Skagfirðingar eiga líka sína fulltrúa, svo eitthvað sé nefnt. Og því skal líka til haga haldið að í hópnum eru 8 hjón, þar af tvenn hjón í Svarfdælahópnum! Lesa meira
Svarfdælasýsl
Svarfdælskt á sviði
StaðlaðÞað er ekki leiðinlegt að valsa á milli stóru atvinnuleikhúsanna í höfuðstaðnum og horfa á sveitunga sína brillera á sviðinu. Í Borgarleikhúsinu fara Hjöri frá Tjörn og Eiríkur Stephensen á kostum við að segja Íslandssöguna á hundavaði. Sú sýning er alveg makalaus og stemningin í salnum eftir því. Þegar meira að segja Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi gefur Hundi í óskilum fimm stjörnur fyrir sýninguna er ekki nema tvennt til, annað hvort er maðurinn genginn af göflunum (fimm stjörnur voru áður óþekkt fyrirbæri á gagnrýnendaferli mannsins) eða að sýning er einfaldlega í sérflokki. Og hið síðarnefnda á hér við. Ég sé að Borgarleikhúsið áætlar hundasýninguna fram í miðjan apríl. Hún er skylduverkefni fyrir alla sem vilja eiga góða (svarfdælska) stund í leikhúsi. Lesa meira
Púlarinn Helga Matt á Fylgifiskum
StaðlaðHelga Matt er örugglega þekktasta Helga heims og þótt víðar væri leitað í sólkerfinu. Nafnið hennar klingir þegar Heiðar Helguson ber á góma í íþróttafréttum um víða veröld og hún stóð sjálf á verðlaunapalli í janúar 2012 þegar íþróttafréttamenn sæmdu soninn nafnbótinni íþróttamaður ársins til að taka við tilheyrandi viðurkenningu fyrir hans hönd. Heiðar átti ekki heimangengt úr vinnunni sinni í Bretlandi og vildi að mamman tæki við gripnum og færi með heim til að geyma sem stofustáss. Það að vildi mamman hins vegar ekki og stakk upp á að fela Þrótti, gamla félaginu hans Heiðars, að hafa gripinn til sýnis í félagsheimilinu sínu í Laugardal. Lesa meira
Svarfdælingar beggja vegna afgreiðsluborðsins
Staðlað„Margir sveitungar okkar eru í viðskiptavinahópnum eða fastagestir. Matti Matt er fastakúnni, Hjálmar Hjálmarsson kemur líka reglulega og Friðrik Ómar líka, Dalvíkingurinn Ómar Gunnarsson, sonur Gunna spar, vinnur hérna hinum megin veggjar í húsinu okkar og rekur oft inn nefið. Friðrik frá Melum starfar á rafeindaverkstæði og vinnur fyrir okkur í viðgerðum. Hann kemur hingað minnst einu sinni í viku. Blessaður vertu, þeir eru fleiri fastagestirnir, ég get nefnt líka Magga Mæju og Lalla rakara. Svarfdælskur andi svífur yfir vötnum daginn langan!“ Lesa meira
Dalvíkingur í Kleifabandi
StaðlaðJón Kjartan, verslunarstjóri Hljóðfærahússins-Tónabúðarinnar, kom til starfa í Tónabúðinni þegar hún var opnuð í Reykjavík 1994. Hljóðfærahúsið keypti Tónabúðina 2007 og ári síðar voru fyrirtækin sameinuð. Jón er því sannkallaður reynslubolti í hljóðfæraviðskiptum og meðfram starfinu spilar hann á bassa í tveimur hljómsveitum. Lesa meira
Sigga og súkkulaðið
StaðlaðDalvíkingurinn Sigga Jóns, Sigrún G. Jónsdóttir, fer eins og logi yfir akur þessa dagana og selur páskasúkkulaði til styrktar ABC barnahjálp. Hún vill helst losna við nokkur tonn af þessari vöru og vonandi tekst það því súkkulaðið af firnagott og málefnið enn betra! Lesa meira