Eini gallinn við Svarfdælasögu hina nýrri eftir Þórarinn Eldjárn er að hún er ekki nema 164 blaðsíður! Lesandinn þiggur meira af svo góðum texta en þá er bara að byrja á nýjan leik og lesa aftur. Hafi sagan legið við frumkynnin steinliggur hún við hinn síðari lestur. Rétt eins og gerist með tvíreykta hangiketið: síðari umferðin í kófinu gerir útslagið. Lesa meira