Sögubrot um Grétu á Bakka

Staðlað

Gréta á Bakka t.v. og Stella á Hæringsstöðum í Svarfdælingakaffinu.

Kunnuglegt andlit konu á vorkaffi Svarfdælingafélagsins á Kaffi Loka á dögunum. Með henni var Stella frá Hæringsstöðum, enginn vafi. Sú kunnuglega reyndist vera Gréta á Bakka. Stella og Gréta eru jafnaldra, fæddar lýðveldisárið 1944, gengu saman í Húsabakkaskóla og fermdust á Urðum 1958. Þær höfðu ekki hist áratugum saman þegar granni Grétu, kona ein í Svínadal, minntist á Stellu. Þær höfðu verið saman í húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði og héldu sambandi. Í framhaldinu náðu þær saman á ný, Gréta og Stella, og mættu í vorkaffi Svarfdælinga! Lesa meira