Jaxl og fjölfræðingur

Staðlað

Hann titlar sig „Jaxlinn“ á Fésbók en gæti allt eins skráð sig „fjölfræðing“ bæði þar og í símaskránni. Eiginlega er fljótlegra að nefna það sem Dalvíkingurinn Þorsteinn Helgi Guðbjörnsson hefur ekki gert um dagana en það sem hann hefur sýslað við til  að afla sér reynslu, þekkingar og tilheyrandi starfstitla.

Nú um stundir færir hann út kvíar skrifstofuhalds Alþýðusambands Íslands og lífeyrissjóða í Reykjavík en gerir hlé á þeim verkum í nokkrar vikur til að setja saman kvíar fiskeldis í Bíldudal. Og svo styttist í páskafrí á heimaslóðum fyrir norðan. Lesa meira