Söngbækur fá framhaldslíf – opnunarsöngur færður til ættar

Staðlað

bok-1Söngbók Svarfdælinga lá við hvers manns trog eða disk á Svarfdælingablótinu í Víðidal í gærkvöld. Þetta hefti með söngtextum var prentað fyrir um áratug á Dalvík fyrir þáverandi undirbúningsnefnd þorrablótsins á Rimum. Í aðdraganda blótsins á Rimum í ár var prentuð ný söngbók og ætlunin var að senda upplag þeirrar endurvinnslu  pappírs á Akureyri. Tilviljun réð því að upplag söngbókarinnar fór suður í flugi til blótsnefndar í Fáksheimilinu í stað þess að lenda í hremmingum endurvinnslu og gjöreyðingar nyrðra. Lesa meira