Handlaginn snikkari og sinnar gæfu smiður

Staðlað

Tveir álitlegir sveinar skráðu sig um svipað leyti á samning hjá Þóri Pálssyni, húsasmíðameistara á Dalvík, þegar vel var liðið á 20. öldina og tóku til við að læra smíðar. Enn eru þeir að trúir köllun sinni, annar fyrir norðan en hinn fyrir sunnan. Þeir ætluðu að verða snikkarar þegar þeir yrðu stórir og urðu það. Sá síðarnefndi er reyndar búinn að fara bæði út (Osló) og suður (Reykjavík) með verkfæratöskuna sína. Hinn fór verkfæralaus til Hawaii að skoða hross og staldraði stutt við. Lesa meira