Jón Adolf Steinólfsson líktist fremur sendimanni eiturefnadeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en listamanni þegar að honum var komið í sólskinsbirtu í iðnaðarhverfi í Kópavogi í dag. Hann er langt kominn með sinn þátt í bautasteini til minningar um sjö Dalvíkinga sem fórust í sjóslysunum miklu 9. apríl 1963. Frumkvöðullinn að þessu mikla framtaki var ekki langt undan. Haukur Sigvaldason tekur síðan við; setur koparstafi á steininn og býr gripinn undir heimferð til Dalvíkur. Lesa meira
sjóslys við Norðurland 1963
Loki braut ísinn eins og jötni er lagið
StaðlaðHrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson, eigendur veitingahússins Loka á Skólavörðuholti í Reykjavík, voru fyrst til að styrkja minningarverkefnin um sjóslysin við Norðurland 1963 með fjárframlagi. Kemi ehf. í Reykjavík hefur sömuleiðis styrkt verkefnin myndarlega. Lesa meira