Sextíu ár frá mannskaðaflóðinu á Auðnum

Staðlað

Auðnir-200_webFöstudagurinn langi 1953 var óvenju langur og dimmur í svarfdælskri sögu. Hann bar upp á 3. apríl. Síðdegis féll gríðarmikið snjóflóð á bæinn Auðnir í Svarfaðardal,  molaði öll hús á jörðinni og stöðvaðist ekki fyrr en niður undir Svarfaðardalsá. Tveir heimamenn fórust en tveimur var bjargað lifandi. Nær allur bústofninn fórst. Björgunarstarfið var mikil þrekraun og jafnframt andlegt áfall þeirra sem að komu. Þeir sem rifja upp hamfaradaginn nú, sex áratugum síðar, segja að atburðurinn sitji í sér og þeir hafi aldrei náð sér almennilega eftir lífsreynsluna skelfilegu. Lesa meira