Menn fara á skeljarnar fyrir framan Gest Jóhannes Árskóg oft á dag og hann lætur sér vel líka, enda er það lifibrauðið hans að koma sem flestum á skeljar. Það hefur nákvæmlega ekkert með bónorð og hjónaband að gera heldur hálku og ófærð.
Þekkt er að vísu að þungfært geti verið í hjónaböndum en þá dugar tæplega að skipta um dekk undir heimilisbílnum og láta við svo búið standa að öðru leyti. Lesa meira