Það er bara einn Júlli Jónasar …

Staðlað

Við stjórnborð allra ljósanna í sal og á sviði. Mynd: ARH

… og hann er oftast að finna í Salnum, því magnaða tónlistarhúsi í Kópavogsbæ. Júlíus Jónasson er titlaður tæknistjóri og fóstrar sem slíkur tól og tæki fyrir hljóð, ljós og upptökur á vettvangi. Stýrigræjunum er þannig fyrir komið að hann geti samtímis verið í hlutverkum hljóðmanns og ljósamanns á tónleikum. Að geta sameinað slík embætti svo vel fari er fáum gefið en Júlli er ekkert venjulegur og hefur aldrei verið. Lesa meira