Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson, eigendur veitingahússins Loka á Skólavörðuholti í Reykjavík, voru fyrst til að styrkja minningarverkefnin um sjóslysin við Norðurland 1963 með fjárframlagi. Kemi ehf. í Reykjavík hefur sömuleiðis styrkt verkefnin myndarlega. Lesa meira
Loki
Ljósmyndir og nostalgía, öl og skraf
StaðlaðFyrirsögnin gefur fyrirheit um að það styttist í næstu samkomu Svarfdælinga sunnan heiða. Mikið rétt, við blásum til samverustundar á Loka á Skólavörðuholti á föstudagskvöldið 23. nóvember kl. 20:30. Lesa meira
Fjölgum vinum Norðurslóðar!
StaðlaðSvarfdælska blaðið Norðurslóð gæti þegið fleiri áskrifendur og Hjörleifur Hjartarson, útgefandi og ritstjóri, býður þeim sem slá til nú að fá jólablaðið 2012 í kaupbæti með áskriftargjaldi fyrir árið 2013 sem er 5.800 krónur. Lesa meira
Lokasöfnuður Svarfdælinga stúderaði Kaldafræði
StaðlaðSvarfdælingar á suðurhjaranum hittust á fyrstu spjallsamkomu vetrarins á Skólavörðuholti í gærkvöld, auðvitað á Loka, sem orðinn er óformlegt safnaðarheimili þjóðarbrotsins að norðan á höfuðborgarsvæðinu. Þar er ekki í kot vísað því vertarnir, Hrönn og Þórólfur, hafa gert Loka að veitingahúsi sem hver útlenskur fjölmiðill á fætur öðrum hefur upp til skýja og segir að Íslandsheimsókn án málsverðar á Loka sé eiginlega engin Íslandsheimsókn í raun. Lesa meira
Svarfdælasýsl rís úr sumarhíðinu
StaðlaðSvarfdælasýslið rumskar nú eftir að hafa legið í dvala í sumar. Það var meðvitaður svefn. Á meðan Svarfdælasýslið lá í híði sínu spriklaði systursíðan, Víkingssýsl, á Vefnum. Lesa meira