Bjarni Ben. og Steingrímur J. boðnir upp til styrktar Ingó frá Syðra-Garðshorni

Staðlað

Stjórnmálaforingjarnir Bjarni Ben. og Steingrímur Joð takast á með orðum í vinnunni svona dagsdaglega en ljósmyndarinn GeiriX fékk þá til að sitja fyrir í sjómanni, gaf myndina til uppboðs á Hótel Borg í kvöld til stuðnings Ingólfi Júlíussyni – Ingó, ljósmyndara og þúsundþjalasmiði frá Syðra-Garðshorni. Myndin var slegin á 120.000 krónur, sem var hæsta verð á ljósmynd á uppboðinu. Lesa meira

Ljósmyndauppboð til stuðnings Ingólfi frá Syðra-Garðshorni

Staðlað

Veglegt ljósmyndauppboð til stuðnings sveitunga okkar, Ingólfi Júlíussyni, verður í Gyllta salnum á Hótel Borg á sunnudagskvöldið kemur, 25. nóvember, kl. 19:00. Ingólfur er á Landspítala vegna alvarlegra veikinda og vinir hans  í ljósmyndunarfaginu vilja rétta honum og fjölskyldunni hjálparhönd Lesa meira