Morgunhanar í laufabrauðsgerð

Staðlað

IMG_3785Laufabrauðsgerð er oftast nær verkefni sem menn ráðast í um hádegisbil eða svo og teygja fram eftir degi eða til kvölds. Drjúg eru hins vegar morgunverkin, líka í laufabrauðskurði. Skrifari Sýslsins kom í hús í Furugerði um ellefuleytið að morgni fullveldisdagsins 1. desember. Þá voru húsráðendur að ljúka við að skera 100 kökur og gera klárar til steikningar. Það þarf Norðlendinga til að afreka slíkt. Lesa meira