Aldrei hafa jafnmargir svarfdælskir gangnamenn verið jafnvandræðalega prúðir, stilltir og edrú og hjörðin sú sem steig út úr rútu við Mál og menningu föstudaginn 8. nóvember 2013. Komumenn voru eiginlega brjóstumkennanlega brjóstbirtulausir. Lesa meira
Krosshólshlátur
Krosshólshlátur hljómar stafna á milli í prentsmiðjunni Odda
StaðlaðSjöundi nóvember er loksins kominn á spjöld mannkynssögunnar. Í dag útskrifaði prentsmiðjan Oddi hf. Krosshólshlátur, sagna- og söngvabrunn gangnamanna í Sveinsstaðaafrétt í Svarfaðardal, eftir að lokinni prentvinnslu. Höfundurinn, Hjörleifur Hjartarson frá Tjörn, var viðstaddur fæðinguna og brosti breitt eins og feður gjarnan gera á slíkum stundum. Lesa meira