Upphitun í Hörpu fyrir Fríkirkjutónleikana

Staðlað

IMG_7243Vatnsleka í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu var lýst í morgun með svo dramatísku orðfæri í Bylgjufréttum að búast mátti við því að mæta varðskipi á siglingu í kjallara hússins í kvöld. Þar var hins vegar ekki svo mikið sem krókabátur og hreinlega ekki dropi vatns á gólfi.

Um kjallarann bárust himneskir tónar. Kristjana Arngríms á Tjörn og áhöfn hennar æfðu fyrir Fríkirkjutónleikana annað kvöld, 17. desember. Lesa meira