Laugardagsspeki og svarfdælskt manneldi

Staðlað
Júlíus tjáir sig framan við upptökuvélina, Jón Baldvin í spyrilssæti.

Júlíus tjáir sig framan við upptökuvélina, Jón Baldvin í spyrilssæti.

Ríkharði Gestssyni í Bakkagerði var vandi á höndum þegar hann öðlaðist rétt til að klóra séra Stefán Snævarr Vallaprest í brússpili forðum daga. Það var auðvitað ekkert grín að klóra sóknarprestinn sinn sem auk heldur var hárlaus með öllu á kollinum.

Þetta og ótal margt fleira kom til tals á menningarráðstefnu Júlíusar Dan og tveggja elstu Jarðbrúarbæðra á löngum laugardegi í Seljahlíð, heimili aldraðra. Fleiri fengu þar ekki aðgang en þeir þrír fundarboðendur. Lesa meira