Svarfdælingar beggja vegna afgreiðsluborðsins

Staðlað

„Margir sveitungar okkar eru í viðskiptavinahópnum eða fastagestir. Matti Matt er fastakúnni, Hjálmar Hjálmarsson kemur líka reglulega og Friðrik Ómar líka, Dalvíkingurinn Ómar Gunnarsson, sonur Gunna spar, vinnur hérna hinum megin veggjar í húsinu okkar og rekur oft inn nefið. Friðrik frá Melum starfar á rafeindaverkstæði og vinnur fyrir okkur í viðgerðum. Hann kemur hingað minnst einu sinni í viku. Blessaður vertu, þeir eru fleiri fastagestirnir, ég get nefnt líka Magga Mæju og Lalla rakara. Svarfdælskur andi svífur yfir vötnum daginn langan!“ Lesa meira

Dalvíkingur í Kleifabandi

Staðlað

Jón Kjartan, verslunarstjóri Hljóðfærahússins-Tónabúðarinnar, kom til starfa í Tónabúðinni þegar hún var opnuð í Reykjavík 1994. Hljóðfærahúsið keypti Tónabúðina 2007 og ári síðar voru fyrirtækin sameinuð. Jón er því sannkallaður reynslubolti í hljóðfæraviðskiptum og meðfram starfinu spilar hann á bassa í tveimur hljómsveitum. Lesa meira