Minningarathöfn til sjós og lands

Staðlað

Dagur_aprilÖ_1963Þess verður minnst á þriðjudaginn kemur, 9. apríl, að rétt 50 ár eru liðin frá því að ellefu sjómenn fórust í fárviðri við Norðurland, þar af sjö Dalvíkingar í blóma lífsins. Þetta gerðist í dymbilvikunni 1963. Dalvíkingarnir voru af vélbátunum Hafþóri og Val.

Sunnandalvíkingurinn Haukur Sigvalda er frumkvöðull og helsti drifkraftur fjölþættrar minningarathafnar á Dalvík og Eyjafirði. Lesa meira

Væntanlegur bautasteinn við Dalvíkurhöfn tekur á sig mynd

Staðlað

bauti6Jón Adolf Steinólfsson líktist fremur sendimanni eiturefnadeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en listamanni þegar að honum var komið í sólskinsbirtu í iðnaðarhverfi í Kópavogi í dag. Hann er langt kominn með sinn þátt í bautasteini til minningar um sjö Dalvíkinga sem fórust í sjóslysunum miklu 9. apríl 1963. Frumkvöðullinn að þessu mikla framtaki var ekki langt undan. Haukur Sigvaldason tekur síðan við; setur koparstafi á steininn og býr gripinn undir heimferð til Dalvíkur. Lesa meira