Syngur og hrærist í veröld séra Bjarna

Staðlað

petur_litilPétur Húni Björnsson var löngum stundum eini strákurinn í Kór Dalvíkurskóla og lærði söng hjá Jóhanni Dan. Hann snarþagnaði laust eftir fermingu og hóf ekki upp raust sína aftur fyrr en á fertugsaldri en þá svo munaði.

Nú er hann útlærður óperusöngvari og í forsöngvarahlutverki á nýjum diski Kórs Dalvíkurkirkju. Lesa meira