Neminn úr Skíðadal bakaði meistarana

Staðlað

Íris Björk með sigurkökuna sína í Sveinsbakaríi fyrir allar aldir í morgun!

Skíðdælingurinn og bakaraneminn Íris Björk Óskarsdóttir kom, bakaði og sigraði í samkeppni um köku ársins 2014 og braut þar með blað á tvennan hátt. Kona hefur aldrei fyrr átt köku ársins og bakaranemi hefur aldrei áður borið sigurorð af meisturum í iðngreininni í þessari sæmdarkeppni. Lesa meira