Öðlingur kvaddur

Staðlað

IMG_5546Ingólfur Júlíusson frá Syðra-Garðshorni var kvaddur hinsta sinni í dag í salnum Silfurbergi í Hörpu, tónleika- og ráðstefnuhúsi. Það var einstök athöfn í alla staði og fjölmenn. Ingó fæddist 4. maí 1970. Útförin var með öðrum orðum á afmælisdeginum hans. Hann hefði orðið 43 ára í dag. Lesa meira

Bjarni Ben. og Steingrímur J. boðnir upp til styrktar Ingó frá Syðra-Garðshorni

Staðlað

Stjórnmálaforingjarnir Bjarni Ben. og Steingrímur Joð takast á með orðum í vinnunni svona dagsdaglega en ljósmyndarinn GeiriX fékk þá til að sitja fyrir í sjómanni, gaf myndina til uppboðs á Hótel Borg í kvöld til stuðnings Ingólfi Júlíussyni – Ingó, ljósmyndara og þúsundþjalasmiði frá Syðra-Garðshorni. Myndin var slegin á 120.000 krónur, sem var hæsta verð á ljósmynd á uppboðinu. Lesa meira