Svarfdælskt á sviði

Staðlað

Hjöri og Eiríkur óskilahundar. Mynd af vef Borgarleikhússins.

Það er ekki leiðinlegt að valsa á milli stóru atvinnuleikhúsanna í höfuðstaðnum og horfa á sveitunga sína brillera á sviðinu. Í Borgarleikhúsinu fara Hjöri frá Tjörn og Eiríkur Stephensen á kostum við að segja Íslandssöguna á hundavaði. Sú sýning er alveg makalaus og stemningin í salnum eftir því. Þegar meira að segja Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi gefur Hundi í óskilum fimm stjörnur fyrir sýninguna er ekki nema tvennt til, annað hvort er maðurinn genginn af göflunum (fimm stjörnur voru áður óþekkt fyrirbæri á gagnrýnendaferli mannsins) eða að sýning er einfaldlega í sérflokki. Og hið síðarnefnda á hér við. Ég sé að Borgarleikhúsið áætlar hundasýninguna fram í miðjan apríl. Hún er skylduverkefni fyrir alla sem vilja eiga góða (svarfdælska) stund í leikhúsi. Lesa meira