Fjórar þykkar bækur í stóru broti í kassa; texti, ótal myndir og teikningar á 1.400 blaðsíðum. Aðgengileg framsetning og læsileg. Landbúnaðarsaga Íslands er komin út, gríðarmikið verk og spennandi, saga bændasamfélagsins og atvinnugreinarinnar frá upphafi byggðar til okkar daga. Höfundur texta í tveimur bindanna og myndaritstjóri allra fjögurra er Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur, Árni Dan frá Syðra-Garðshorni. Lesa meira