Púlarinn Helga Matt á Fylgifiskum

Staðlað

Helga Matt á vinnustaðnum.

Helga Matt er örugglega þekktasta Helga heims og þótt víðar væri leitað í sólkerfinu. Nafnið hennar klingir þegar Heiðar Helguson ber á góma í íþróttafréttum um víða veröld og hún stóð sjálf á verðlaunapalli í janúar 2012 þegar íþróttafréttamenn sæmdu soninn nafnbótinni íþróttamaður ársins til að taka við tilheyrandi viðurkenningu fyrir hans hönd. Heiðar átti ekki heimangengt úr vinnunni sinni í Bretlandi og vildi að mamman tæki við gripnum og færi með  heim til að geyma sem stofustáss. Það að vildi mamman hins vegar ekki og stakk upp á að fela Þrótti, gamla félaginu hans Heiðars, að hafa gripinn til sýnis í félagsheimilinu sínu í Laugardal. Lesa meira