Brostin eru á jól í Heiðmörk, þökk sé félagsskap með löngu nafni, Gönguhópnum Sporinu – líknarfélagi og saumaklúbbi. Að lokinni hefðbundinni gönguferð að morgni laugardags var heiðurstré Sporsins fært í jólabúninginn. Lesa meira
Heiðmörk
Heiðmerkurrölt og jólaengill á grein
StaðlaðHressandi rölt í góðra manna hópi, snemma að morgni laugardags í Heiðmörk, breytir tilverunni umtalsvert. Stóra spurningin í dag var hvort hegrinn væri mættur en ekki hvað Bjarni Ben. myndi segja í Garðabæ. Hegrinn lét ekki sjá sig við tjörnina þar sem hann heldur sig oftast. Hún var ísi lögð og það láta ekki einu sinni hegrar bjóða sér. Lesa meira
„Dalvíkurgrenitréð“ í Heiðmörk fært í jólaskrúðann
StaðlaðHópur fólks fetar sig áfram eftir fljúgandi hálli skógargötu í svartamyrkri og hellirigningu í Heiðmörk. Ein ber stiga, annar borð. Hinir selflytja litfagrar kúlur og annað skraut sem kennt er við jól. Það á að færa tiltekið grenitré í jólaskrúða einu sinni enn og lýsa þannig upp tilveruna í tilefni komandi hátíða. Þetta dytti engum í hug að gera nema Dalvíkingum. Lesa meira