Minningarathöfn til sjós og lands

Staðlað

Dagur_aprilÖ_1963Þess verður minnst á þriðjudaginn kemur, 9. apríl, að rétt 50 ár eru liðin frá því að ellefu sjómenn fórust í fárviðri við Norðurland, þar af sjö Dalvíkingar í blóma lífsins. Þetta gerðist í dymbilvikunni 1963. Dalvíkingarnir voru af vélbátunum Hafþóri og Val.

Sunnandalvíkingurinn Haukur Sigvalda er frumkvöðull og helsti drifkraftur fjölþættrar minningarathafnar á Dalvík og Eyjafirði. Lesa meira

Væntanlegur bautasteinn við Dalvíkurhöfn tekur á sig mynd

Staðlað

bauti6Jón Adolf Steinólfsson líktist fremur sendimanni eiturefnadeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en listamanni þegar að honum var komið í sólskinsbirtu í iðnaðarhverfi í Kópavogi í dag. Hann er langt kominn með sinn þátt í bautasteini til minningar um sjö Dalvíkinga sem fórust í sjóslysunum miklu 9. apríl 1963. Frumkvöðullinn að þessu mikla framtaki var ekki langt undan. Haukur Sigvaldason tekur síðan við; setur koparstafi á steininn og býr gripinn undir heimferð til Dalvíkur. Lesa meira

Bautasteinn og heimildarmynd um mannskaðaveðrið við Norðurland 1963

Staðlað

Hinn 9. apríl 2013 verður nákvæmlega hálf öld liðin frá því mannskætt fárviðri varð ellefum sjómönnum norðanlands að aldurtila, þar af sjö Dalvíkingum í blóma lífsins. Sjómönnunum frá Dalvík verður af þessu tilefni reistur bautasteinn fremst á norðurgarði hafnarinnar og unnið er að heimildarmynd um sjóslysin. Lesa meira

Handlaginn snikkari og sinnar gæfu smiður

Staðlað

Tveir álitlegir sveinar skráðu sig um svipað leyti á samning hjá Þóri Pálssyni, húsasmíðameistara á Dalvík, þegar vel var liðið á 20. öldina og tóku til við að læra smíðar. Enn eru þeir að trúir köllun sinni, annar fyrir norðan en hinn fyrir sunnan. Þeir ætluðu að verða snikkarar þegar þeir yrðu stórir og urðu það. Sá síðarnefndi er reyndar búinn að fara bæði út (Osló) og suður (Reykjavík) með verkfæratöskuna sína. Hinn fór verkfæralaus til Hawaii að skoða hross og staldraði stutt við. Lesa meira