Álfabókasafn í horni á jarðhæð Borgarbókasafns Reykjavíkur í miðbænum. Þar opnaði Dalvíkingurinn Gulli Ara í dag ævintýraveröld með sýningu á örbókunum sínum sem hann kennir við álfa. Lesa meira
Gulli Ara
Reisa álfabókamanns frá Dalvík að Dalatanga
StaðlaðGulli Ara getur með góðri samvisku skráð sig bókamann í símaskránni. Hann hefur um dagana skrifað bækur og lesið þær nokkrar, skorið út bækur í tré og höggvið í stein. Núna situr hann daginn langan og sérhannar bækur handa álfum en sýnir þær og selur í mannheimum.
Yfir stendur sýning á einstæðum og stórmerkilegu verkum hans í Kaffi Loka á Skólavörðuholti í Reykjavík, til 22. febrúar.
Á árinu 2013 sýndi hann í Amtbóksafninu á Akureyri og á Seltjarnarnesi. Í maí og júní 2014 sýnir hann í aðalstöðvum Borgarbókasafns Reykjavíkur. Lesa meira