Hollustuver með dalvískar rætur í 101 Reykjavík

Staðlað

IMG_0801Vítamín og alls kyns hollustuvörur í þúsundavís uppi um alla vegi. Það er beinlínis heilsusamlegt að stíga þarna inn fyrir dyr, hvað þá ef menn hverfa af vettvangi með varning í poka og finna áhrifin hríslast um kroppinn næstu daga og vikur. Og svo spillir auðvitað hreint ekki fyrir að verslunin umrædda, Góð heilsa að Njálsgötu 1, hefur fjölskyldurætur á Dalvík. Lesa meira