Anna Kristín og Glaður heim í Grund með bros og bikar

Staðlað

IMG_3197Hestakonan knáa, Anna Kristín Friðriksdóttir á Grund í Svarfaðardal, sýndi það og sannaði í Skautahöllinni í Reykjavík í kvöld að hún er komin í hóp bestu knapa landsins, einungis tvítug að aldri. Hún atti kappi við marga af bestu knöpum landsins á sterkasta móti sem hún hefur nokkru sinni tekið þátt í og náði þriðja sæti í B-úrslitum eða 8. sæti í heildarkeppninni í ístölti þar sem 29 keppendur voru skráðir til leiks. Lesa meira