Döllurnar frá Dalvík

Staðlað

Döllur í mars 2012: Edda, Gulla, Ellen, Ásdís og Sigrún.

Það er ekki seinna vænna en kynna til sögunnar félagsskapinn Döllurnar á þessum vettvangi, sjö hressar konur sem koma reglulega saman á höfuðborgarsvæðinu undir yfirskini hannyrðasýsls og handverks. Þetta er með öðrum orðum saumaklúbbur og dregur nafn sitt af heimaslóðunum, Dalvík. Þær segja til skýringar nafngiftinni að strákar í Ólafsfirði hafi gjarnan kallað Dalvíkurstelpur Döllur forðum daga (berist fram með órödduðum ellum!) en láta svo kyrrt liggja að ræða frekar um þessa nafnlausu fortíðardrengi handan Ólafsfjarðarmúla. Þær ræða heldur ekki sérlega mikið um hannyrðir og saumaskap, ef út í það er farið. Ein úr hópnum mætir reynar alltaf með prjóna en hinar játa ekki á sig mikla handavinnu á samkomunum, Þær hittast að jafnaði einu sinni í mánuði til skiptis heima hjá þeim stöllum. Lesa meira