
Haukur Már Hergeirsson í BYKO seldi Sýslara jólastjörnu svo hann yrði maður með mönnum í blokkinni við Hrísalund.
(Forystugrein blaðs Kaupmannafélags Akureyrar og Athygli í desember 2015)
Gott er að dvelja um hríð á Akureyri í nóvembermánuði. Akureyringar eru jólafyrirburar og ræsa aðventuhreyflana þremur vikum fyrr en höfuðborgarbúar. Það er notalegt. Þegar ég kom í blokkaríbúðina blasti við ljósaskreyting í öllum gluggum í stigauppgangi og lýsandi gervitré í forstofu.
Ég fór beint í BYKO og keypti jólastjörnu til að hafa í eldhúsglugganum. Þá varð ég maður með mönnum við Hrísalund. Í hverfinu mínu fyrir sunnan bólaði hvergi á aðventu á sama tíma. Lesa meira