Fiskidagurinn litli og gulldrengir frá Dalvík

Staðlað

„Þið viljið rokk og ról frekar en harmóníku og ræla, enda eru Mick Jagger og Paul McCartney ykkar menn og jafnaldrar margra hér inni!“ sagði KK – Kristján Kristjánsson við heimilisfólk og gesti í troðfullum matsal hjúkrunarheimilisins Markar í dag í tilefni Fiskidagsins litla. Hann fór á kostum og fékk góðan hljómgrunn, ekkert síðri en Bubbi við Dalvíkurhöfn á laugardagskvöldið. Lesa meira

Úr Loka í Þykkvabæ

Staðlað

Mótorhjól urruðu áður í hlaði en nú ríkir kyrrðin ein, lognið á undan framkvæmdastormi. Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson seldu veitingahúsið Loka á Skólavörðuholti og hafa nú keypt jörðina Oddspart í Þykkvabæ, elsta sveitaþorpi á Íslandi og því eina í þúsund ár. Lesa meira

Gátan mikla um Svarfaðardalsmálverk í húsi á Akureyri

Staðlað

Vigdís Rún Jónsdóttur var nýlega ráðin í starf verkefnisstjóra menningarmála hjá Eyþingi – sambandi sveitarfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Hún bjó í Reykjavík en nýja starfinu fylgdu vistaskipti, enda er Eyþing með aðsetur á Akureyri og þangað flutti Vigdís og fjölskylda og festi kaup á einu af virðulegustu eldri húsum Akureyrar, Hafnarstræti 3. Húsið er sannarlega glæsilegt og sögufrægt en kallar á miklar endurbætur. Lesa meira

Í þriðja sinn á skurðarborð á hálfu ári eftir mótorhjólaslys

Staðlað

Þröstur Karlsson þáði boð um að koma í stóðréttir í Svarfaðardal 1992. Honum leist vel á sig og nokkrum árum síðar keypti hann þriðjung lands á jörðinni Jarðbrú og byggði þar glæsilegt hús. Hann á fyrirtæki fyrir sunnan en er óvinnufær. Stærsta verkefnið nú er að ná sér sem mest eftir mótorhjólaslys sem var nálægt því að kosta hann lífið. Lesa meira