„Ég veit ekki hver andskotinn gengur á hér frammi í Miðfjarðardölum, ef það eru ekki hórdómur og hjónaskilnaður þá eru það barnamorð og útburður, svo ekki sé talað um kindadráp, sauðaþjófnað og rán.“ Lesa meira
Bugðótt leið úr Karlsrauðatorgi í Breiðholtskirkju
StaðlaðHún óx úr grasi í við Lágina á Dalvík og er núna önnum kafinn við að undirbúa tónleika 14. mars til styrktar sumarorlofsdvöl eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði.
Hún kom víða við á vinnumarkaði í höfuðborginni, byrjaði meira að segja sem klósettvörður á skemmtistaðnum Broadway.
Áfallið var mikið þegar hún greindist með MS-sjúkdóminn 1992 og varð til þess að hún leitaði eftir liðsinni guðs almáttugs í lífsbaráttunni. Lesa meira
Stríplar settu svip á Rimablótið
StaðlaðGesti á þorrablóti rak Svarfdælinga í rogastans við komuna í félagsheimilið Rimar þegar á móti þeim tóku stríplar, það er að segja sjálf blótsnefndin áberandi fáklædd og sumir fulltrúar hennar reyndar nær því að vera naktir í sundskýlupjötlum til málamynda. Lesa meira
Bíddu kátur, komdu í gær!
StaðlaðJarðbúrar sunnan heiða spiluðu brús í stofu Álftalands í dag í tilefni jólahátíðar og létu ekki á sig fá þótt nokkrir spilarar hefðu orðið að boða forföll af ýmsum ástæðum. Brúsakademía afkomenda og viðhengja Ingibjargar og Halldórs á Jarðbrú er ekki virkasti félagsskapurinn á landinu en nógu líflegur samt til að viðhalda brúsmenningunni í fjölskylduarminum syðra og afla henni þar nýrra liðsmanna. Lesa meira
Nýskreytt Dalvíkurtré fagnar fullveldisafmæli
StaðlaðÞjóðin fagnar aldarafmæli fullveldisins og eitt tré í Heiðmerkurskógi tók daginn snemma og skrýddist jóladressi í tilefni upphafs aðventunnar. Gönguhópurinn Sporið – líknarfélag tók þetta tiltekna tré í fóstur á sínum tíma og hefur passað upp á það eftir mætti. Lesa meira
Gangnagleði og brytjaðir kálfar
StaðlaðRéttargleðin á Tungum í Svarfaðardal í ár var svo sem hefðbundin. Þar var fleira fólk en sauðfé og hross, hefðbundinn söngur í almenningi að verki loknu við að draga í dilka og aldrei farið með annað en frumsamið efni í söng. Í öðrum héruðum eru raulaðir slagarar og flökkukviðlingar í réttum en aldrei á Tungum. Lesa meira
Fiskidagurinn litli og gulldrengir frá Dalvík
Staðlað„Þið viljið rokk og ról frekar en harmóníku og ræla, enda eru Mick Jagger og Paul McCartney ykkar menn og jafnaldrar margra hér inni!“ sagði KK – Kristján Kristjánsson við heimilisfólk og gesti í troðfullum matsal hjúkrunarheimilisins Markar í dag í tilefni Fiskidagsins litla. Hann fór á kostum og fékk góðan hljómgrunn, ekkert síðri en Bubbi við Dalvíkurhöfn á laugardagskvöldið. Lesa meira
Úr Loka í Þykkvabæ
StaðlaðMótorhjól urruðu áður í hlaði en nú ríkir kyrrðin ein, lognið á undan framkvæmdastormi. Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson seldu veitingahúsið Loka á Skólavörðuholti og hafa nú keypt jörðina Oddspart í Þykkvabæ, elsta sveitaþorpi á Íslandi og því eina í þúsund ár. Lesa meira
Gátan mikla um Svarfaðardalsmálverk í húsi á Akureyri
StaðlaðVigdís Rún Jónsdóttur var nýlega ráðin í starf verkefnisstjóra menningarmála hjá Eyþingi – sambandi sveitarfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Hún bjó í Reykjavík en nýja starfinu fylgdu vistaskipti, enda er Eyþing með aðsetur á Akureyri og þangað flutti Vigdís og fjölskylda og festi kaup á einu af virðulegustu eldri húsum Akureyrar, Hafnarstræti 3. Húsið er sannarlega glæsilegt og sögufrægt en kallar á miklar endurbætur. Lesa meira
Af Styrmi og fleiri senuþjófum á Rimablóti
StaðlaðMikil gleði og ánægja ríkti með þorrablót Svarfdælinga á Rimum á laugardagskvöldið var, enda vel að því staðið á allan hátt og vandað til verka af hálfu þorrablótsnefndar. Lesa meira