Anna Dóra með bókartíðindi af skagfirska ófriðarsvæðinu

Staðlað

Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja, ég vil lifa lengur, hrópaði hún svo heyrðist um allan skálann og inn að klefanum þar sem við Láki stóðum og biðum eftir einhverju, við vissum ekki hverju við biðum eftir. Þá tók Gróa utan um hana og sagði: Eitt skal yfir okkur báðar ganga. Það varð samt ekki svo að þær slyppu báðar …

Lesa meira

Ánægjustund í eldhúsi í Þykkvabæ

Staðlað

Eldhús getur hæglega verið skemmtistaður og eldamennskan gleðistund í góðum hópi.  Hlöðueldhúsið í Oddsparti í Þykkvabæ hefur hlotið eldskírn sína. Það stóðst prófraunina með glæsibrag og rekstrarleyfi fyrirtækisins er væntanlegt á hverri stundu. Þá geta Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson ýtt úr vör með frumkvöðlastarfsemi sína undir þaki þar sem fyrr á árum var hýst sauðfé í fjárhúskróm og hey í sambyggðri hlöðu. Lesa meira

Þar verður hvör pottur að standa sem settur er

Staðlað

Hann hefur um árabil verið manna sæknastur í að ylja sér um kropp og slaka á vöðvum í heitum potti heima við. Nú er hann kominn í heita pottinn í vinnunni líka og það á greinilega vel við kappann. Hann brosir út að eyrum, sýnir og selur. Líka á krepputímum veirunnar eða líklega einmitt vegna hennar að einhverju leyti. Lesa meira

Mynda- og afmælisveisla Heimis í Bergi

Staðlað

Menn með myndavélar skrá sögu. Séu þeir bæði búnir brúkhæfum græjum og fréttaþyrstum myndaugum verða þeir óhjákvæmilega góðir sögumenn. Þar í hópi er Heimir Kristinsson á Húsabakka. Einhverjir kenna manninn sjálfsagt við Dalsmynni á Dalvík. Þeir um það. Hann verður áttræður í júní og fagnar tímamótunum með því að opna sýningu á ljósmyndum sínum í Bergi á Dalvík á laugardaginn kemur, 7. mars, klukkan 14. Lesa meira

Í fíflúlpum – Tjarnarkvartettinn, 3. sögubrot

Staðlað

Tjarnarkvartettinn gaf út þriðja hljómdiskinn sinn síðla árs 1998 og það í bókstaflegri merkingu. Friðrik Friðriksson gaf út fyrsta diskinn 1994 og Japis þann næsta 1995. Báðir fengu góða dóma og seldust vel. Nú gerðist kvartettinn sjálfur útgefandi líka og tók fjárhagslega áhættu af verkefninu. Lesa meira

Af skíðanýbúum og uppgerðri Jónínubúð í kaupfélagskápu

Staðlað

Góð reynsla af ferðum með menntskælinga af höfuðborgarsvæðinu til skíðaæfinga í Böggvistaðafjalli ofan Dalvíkur leiddi til þess að Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Helgi Geirharðsson verkfræðingur keyptu Jónínubúð við Skíðabraut á Dalvík árið 2011. Húsið var þá niðurnítt og það svo mjög að fæstum hefði líklega dottið í hug að það yrði aftur boðlegur mannabústaður. Lesa meira

Músíkforleggjari í Laugagerði lítur um öxl

Staðlað

Friðrik Friðriksson er sjö diska maður þegar að er gáð. Giska drjúgt af manni sem þekktastur er fyrir það í byggðarlagi sínu að hafa starfað í Sparisjóði Svarfdæla áratugum saman. Reyndar eru þessi tengsl svo rík í hugum sveitunganna að hann er enn kallaður Frissi Spar á heimavelli tíu árum eftir að hann lét af störfum sem sparisjóðsstjóri og sjö árum eftir að Sparisjóður Svarfdæla var lagður niður. Lesa meira