Menn með myndavélar skrá sögu. Séu þeir bæði búnir brúkhæfum græjum og fréttaþyrstum myndaugum verða þeir óhjákvæmilega góðir sögumenn. Þar í hópi er Heimir Kristinsson á Húsabakka. Einhverjir kenna manninn sjálfsagt við Dalsmynni á Dalvík. Þeir um það. Hann verður áttræður í júní og fagnar tímamótunum með því að opna sýningu á ljósmyndum sínum í Bergi á Dalvík á laugardaginn kemur, 7. mars, klukkan 14. Lesa meira
Í fíflúlpum – Tjarnarkvartettinn, 3. sögubrot
StaðlaðTjarnarkvartettinn gaf út þriðja hljómdiskinn sinn síðla árs 1998 og það í bókstaflegri merkingu. Friðrik Friðriksson gaf út fyrsta diskinn 1994 og Japis þann næsta 1995. Báðir fengu góða dóma og seldust vel. Nú gerðist kvartettinn sjálfur útgefandi líka og tók fjárhagslega áhættu af verkefninu. Lesa meira
Af skíðanýbúum og uppgerðri Jónínubúð í kaupfélagskápu
StaðlaðGóð reynsla af ferðum með menntskælinga af höfuðborgarsvæðinu til skíðaæfinga í Böggvistaðafjalli ofan Dalvíkur leiddi til þess að Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Helgi Geirharðsson verkfræðingur keyptu Jónínubúð við Skíðabraut á Dalvík árið 2011. Húsið var þá niðurnítt og það svo mjög að fæstum hefði líklega dottið í hug að það yrði aftur boðlegur mannabústaður. Lesa meira
Músíkforleggjari í Laugagerði lítur um öxl
StaðlaðFriðrik Friðriksson er sjö diska maður þegar að er gáð. Giska drjúgt af manni sem þekktastur er fyrir það í byggðarlagi sínu að hafa starfað í Sparisjóði Svarfdæla áratugum saman. Reyndar eru þessi tengsl svo rík í hugum sveitunganna að hann er enn kallaður Frissi Spar á heimavelli tíu árum eftir að hann lét af störfum sem sparisjóðsstjóri og sjö árum eftir að Sparisjóður Svarfdæla var lagður niður. Lesa meira
Á jólanótt – Tjarnarkvartettinn, 2. sögubrot
StaðlaðFrumraun Tjarnarkvartettsins á hljómplötumarkaði 1994 gekk ágætlega. Diskurinn blái seldist vel og þegar kom fram á árið 1995 var nefndur sá möguleiki innan hópsins að fylgja góðu gengi eftir því að gefa út disk með jólalögum. Lesa meira
Barónar, Uppsalabrauð og fleira gott úr eftirstríðsáraeldhúsinu
StaðlaðKjöt, fiskur, súpur, grautar, bakkelsi, ábætisréttir og annað gott úr handskrifuðum kokkabókum systranna Sigurlaugar og Guðbjargar Sveinsdætra frá Tjörn á Skaga. Þær voru Kvennaskólapíur á Blönduósi á stríðsárunum og uppskriftirnar þeirra fengu nýtt líf í bókinni Uppskriftir stríðsáranna eftir Önnu Dóru Antonsdóttur og Kristrúnu Guðmundsdóttur sem Espólín forlag var að gefa út. Lesa meira
Fósturtré Sporsins fært í jólaskrúða við upphaf aðventu
StaðlaðLiðsmenn Sporsins risu árla úr rekkju að morgni fyrsta sunnudags jólaföstu og söfnuðust saman við gælutré hópsins í Heiðmörk til að færa það í jólaskrúðann.
Það hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2004 til að koma Mörkinni og gestum hennar í jólaskap með því að skreyta Dalvíkurtréð í skóginum á viðeigandi hátt. Lesa meira
Aldarfjórðungur frá því Tjarnarkvartettinn sendi frá sér „bláa diskinn“
StaðlaðTíminn ólmast áfram eins og stórfljót í vorleysingum. Kemur ekki á daginn að nú eru liðin nákvæmlega 25 ár frá því Tjarnarkvartettinn sendi frá sér samnefndan tóndisk með 22 lögum. Skrifuð hefur verið afmælisgrein af minna tilefni. Lesa meira
Teigabandið, gangnafleygar og heimsfrægð í Suður-Kóreu
Staðlað„Rætur Teigabandsins eru í Teignum í Svarfaðardal. Þar höfum við lengi verið gangnamenn á haustin, elt ær og lömb á daginn en sungið og spilað á Búrfelli að göngum loknum. Hljómsveitin varð til fyrir fimmtán árum, kannski þau nálgist að vera tuttugu. Man það bara ekki. Fátt er skýrt í minningu gangnamanna, allra síst þeirra sem ganga í Teignum.“ Lesa meira
Úttektarheimsókn í matar- og textílmusterið Oddspart
StaðlaðÓlíkt hafast þau nú að afkvæmi Tona í fiskbúðinni. Á meðan Anna Dóra upplýsir um hórdóm, barnamorð, útburð, hjónaskilnaði, kindadráp, sauðaþjófnað og rán á bæjum í Miðfjarðardölum upp úr miðri nítjándu öld hamast bróðir Þórólfur Antonsson við að reisa matarmenningarmusteri í Oddsparti í Þykkvabæ ásamt Spúsu sinni Hrönn Vilhelmsdóttur. Gleymum ekki atvinnusmiðnum í sögunni og meðeiganda í ævintýrinu, Hauki Sigvalda. Lesa meira