Heimsmeistarar krýndir á Rimum

Staðlað

Hjörleifur Sveinbjörnsson og Guðni Berg Einarsson eru heimsmeistarar í brússpili árið 2017 og voru krýndir með viðhöfn á Rimum í Svarfaðardal að kveldi 24. mars. Amma beggja, Þorgerður, hlaut klórningarverðlaun.

Vel að merkja: hvar er svokallað kynslóðabil í svarfdælskri byggð? Það er ekki til, alla vega ekki í brússpili!

Svarfaðardalur er nafli alheimsins í brús, vagga spilsins, vettvangur uppvaxtar þess og lífsreynslu á alla kanta.

Embættismaður frá Svarfdælasýsli var fluga á vegg á heimsmeistaramótinu (vopnaður myndavél).

Lesa meira

Ása Dóra staðarhaldari á Húsabakka

Staðlað
snapchat-1035021978

Gróðursælt er á Húsabakka en kannski ekki alveg svona … Ása Dóra var í Chile í vetur og þar var myndin tekin.

Ása Dóra Finnbogadóttir, eigandi Syðra-Holts í Svarfaðardal, er nýr staðarhaldari á Húsabakka og hefur tekið til starfa við að sjá um ferðaþjónustu þar. Fyrstu gestir eru væntanlegir 8. mars en stefnt er að því að hefja starfsemina formlega í byrjun júnímánaðar.
Lesa meira

Tréverksmaður varð andfætlingur í kengúrulandi

Staðlað

Hann smíðaði á Dalvík, virkjaði Lagarfljót, keyrði flutningabíla hér og þar á landinu og fór á vertíð á Snæfellsnesi. Á Grundarfirði var myndarleg og blíð Ástralíudama í fiskvinnu. Örlög Dalvíkings réðust á stundinni. Geiri Steina Kidda og Vicki gengu í heilagt hjónaband, hafa búið í Ástralíu samfellt frá 1982 og eignast tvö börn. Þau heilsa upp á ættingja og vini á Íslandi sumarið 2017.

Lesa meira

Þétt staðinn Svarfaðardalur í veislu Sigríðar á Tjörn

Staðlað

Fjölmenni fagnaði Sigríði á Tjörn níræðri í dag, 5. febrúar, í tilefni níræðisafmælis hennar 19. janúar 2017. Efnt var til mannfagnaðarins hjá Imbu frá Tjörn og Ragnars í grennd við höfnina. Íbúðin þeirra er reyndar svo nálægt veitingahúsinu Sægreifanum að næstum því er hægt að taka við signum fiski eða skötu þaðan á diski með því einu að teygja sig út um gluggann. Lesa meira