Það leiddi nokkurn veginn af sjálfu sér að sonur Jóhanns Daníelssonar, stórsöngvara frá Syðra-Garðshorni, yrði tónlistarmaður þegar hann yrði stór en trúlega hefur móðir pjakksins plægt líka framtíðarakur hans svo um munaði. Sissa (Gíslína Hlíf Gísladóttir) hélt nefnilega mikið upp á helstu hetjur bandarískrar sveitatónlistar – kántrí, setti plöturnar þeirra á fóninn og söng með. Tónauppeldið og genin urðu vegarnesti Gísla Jóhannssonar út í heim. Sveitapilturinn býr í sveitasöngvaborginni Nashville. Lesa meira
Leikur
Öspin blómstar
StaðlaðHún stendur á þrítugu, hélt upp á tímamótin á með tímamótatónleikum á Rósenberg, starfar í þremur hljómsveitum og kór að auki í Lundúnum, er langt komin í vinnu við plötu með einni sveitinni og stefnir á upptöku eigin efnis eftir áramót. Svo dreymir hana um menningarbrú milli Svarfaðardals og Lundúna og ætlar að pæla í viðskiptamódeli þar að lútandi í haust. Öspin blómstrar. Lesa meira