Úr Loka í Þykkvabæ

Staðlað

Mótorhjól urruðu áður í hlaði en nú ríkir kyrrðin ein, lognið á undan framkvæmdastormi. Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson seldu veitingahúsið Loka á Skólavörðuholti og hafa nú keypt jörðina Oddspart í Þykkvabæ, elsta sveitaþorpi á Íslandi og því eina í þúsund ár. Lesa meira

Gátan mikla um Svarfaðardalsmálverk í húsi á Akureyri

Staðlað

Vigdís Rún Jónsdóttur var nýlega ráðin í starf verkefnisstjóra menningarmála hjá Eyþingi – sambandi sveitarfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Hún bjó í Reykjavík en nýja starfinu fylgdu vistaskipti, enda er Eyþing með aðsetur á Akureyri og þangað flutti Vigdís og fjölskylda og festi kaup á einu af virðulegustu eldri húsum Akureyrar, Hafnarstræti 3. Húsið er sannarlega glæsilegt og sögufrægt en kallar á miklar endurbætur. Lesa meira

Í þriðja sinn á skurðarborð á hálfu ári eftir mótorhjólaslys

Staðlað

Þröstur Karlsson þáði boð um að koma í stóðréttir í Svarfaðardal 1992. Honum leist vel á sig og nokkrum árum síðar keypti hann þriðjung lands á jörðinni Jarðbrú og byggði þar glæsilegt hús. Hann á fyrirtæki fyrir sunnan en er óvinnufær. Stærsta verkefnið nú er að ná sér sem mest eftir mótorhjólaslys sem var nálægt því að kosta hann lífið. Lesa meira

Skötuvertíðarlok á Loka

Staðlað

Skötumáltíðin á Loka á Skólavörðustíg var unaðsleg í Þorláksmessuhádeginu og þétt setinn Svarfaðardalur á efri hæðinni. Góðvinir hurfu glaðir á braut en samt með kökk í hálsi af því veitingahaldararnir Hrönn og Þórólfur pakka saman um áramótin. Þau verða ekki yfir skötupottum þar að ári. Lesa meira