Bugðótt leið úr Karlsrauðatorgi í Breiðholtskirkju

Staðlað

Hún óx úr grasi í við Lágina á Dalvík og er núna önnum kafinn við að undirbúa tónleika 14. mars til styrktar sumarorlofsdvöl eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði.

Hún kom víða við á vinnumarkaði í höfuðborginni, byrjaði meira að segja sem klósettvörður á skemmtistaðnum Broadway.

Áfallið var mikið þegar hún greindist með MS-sjúkdóminn 1992 og varð til þess að hún leitaði eftir liðsinni guðs almáttugs í lífsbaráttunni. Lesa meira

Bíddu kátur, komdu í gær!

Staðlað

Jarðbúrar sunnan heiða spiluðu brús í stofu Álftalands í dag í tilefni jólahátíðar og létu ekki á sig fá þótt nokkrir spilarar hefðu orðið að boða forföll af ýmsum ástæðum. Brúsakademía afkomenda og viðhengja Ingibjargar og Halldórs á Jarðbrú er ekki virkasti félagsskapurinn á landinu en nógu líflegur samt til að viðhalda brúsmenningunni í fjölskylduarminum syðra og afla henni þar nýrra liðsmanna. Lesa meira

Gangnagleði og brytjaðir kálfar

Staðlað

Réttargleðin á Tungum í Svarfaðardal í ár var svo sem hefðbundin. Þar var fleira fólk en sauðfé og hross, hefðbundinn söngur í almenningi að verki loknu við að draga í dilka og aldrei farið með annað en frumsamið efni í söng. Í öðrum héruðum eru raulaðir slagarar og flökkukviðlingar í réttum en aldrei á Tungum. Lesa meira

Fiskidagurinn litli og gulldrengir frá Dalvík

Staðlað

„Þið viljið rokk og ról frekar en harmóníku og ræla, enda eru Mick Jagger og Paul McCartney ykkar menn og jafnaldrar margra hér inni!“ sagði KK – Kristján Kristjánsson við heimilisfólk og gesti í troðfullum matsal hjúkrunarheimilisins Markar í dag í tilefni Fiskidagsins litla. Hann fór á kostum og fékk góðan hljómgrunn, ekkert síðri en Bubbi við Dalvíkurhöfn á laugardagskvöldið. Lesa meira