Músíkforleggjari í Laugagerði lítur um öxl

Staðlað

Friðrik Friðriksson er sjö diska maður þegar að er gáð. Giska drjúgt af manni sem þekktastur er fyrir það í byggðarlagi sínu að hafa starfað í Sparisjóði Svarfdæla áratugum saman. Reyndar eru þessi tengsl svo rík í hugum sveitunganna að hann er enn kallaður Frissi Spar á heimavelli tíu árum eftir að hann lét af störfum sem sparisjóðsstjóri og sjö árum eftir að Sparisjóður Svarfdæla var lagður niður. Lesa meira

Barónar, Uppsalabrauð og fleira gott úr eftirstríðsáraeldhúsinu

Staðlað

Kjöt, fiskur, súpur, grautar, bakkelsi, ábætisréttir og annað gott úr handskrifuðum kokkabókum systranna Sigurlaugar og Guðbjargar Sveinsdætra frá Tjörn á Skaga. Þær voru Kvennaskólapíur á Blönduósi á stríðsárunum og uppskriftirnar þeirra fengu nýtt líf í bókinni Uppskriftir stríðsáranna eftir Önnu Dóru Antonsdóttur og Kristrúnu Guðmundsdóttur sem Espólín forlag var að gefa út.

Sigurlaug er betur þekkt á Dalvík sem Lauga í Lundi. Dóttir hennar, Anna Dóra, og Kristrún fengu þá hugmynd að endurútgefa valdar uppskriftir úr kokkabókunum og flétta saman við eigin hugleiðingar um dægurmál eða lífið og tilveruna.

Fín hugmynd í skemmtilegri útfærslu. Úr varð ljómandi laglegur prentgripur sem kynntur var við athöfn í kvöld í Gunnarshúsi Rithöfundasambands Íslands við Dyngjuveg.

Útgefendur höfðu að sjálfsögðu bakað Uppsalabrauð og Baróna úr nýju bókinni með kaffinu og fyrir þó nokkra gesti voru þetta fyrstu kynni af smákökum fyrir jólin í ár. Og það góð kynni.

Höfundarnir kynntu bókina og lásu upp úr henni. Þá fékk Ísold Ylfa Teitsdóttir, langömmubarn Laugu í Lundi, afhenta bók og heilræði í nestið frá Önnu Dóru, frænku sinni.

Á milli atriða spiluðu Suðurnesjastrákarnir Alexander og Sigurður djass á rafmagnsgítara og gerðu það alveg glimrandi vel.

Upprunalegar kokkabækur systranna frá Tjörn voru til sýnis á staðnum, snjáðar og slitnar eftir mikla notkun um dagana. Kápan á nýju bókinni er eftirprentun kápu kokkabókar Sigurlaugar. Býsna glúrin hugmynd hjá Espólín og skapar útlit í anda bókartitilsins.

Hér við eldhúsborð í Fossvogi er nú horft til síldarsalats og síldarauga sem fyrsta tilraunaverkefnis. Takist það bærilega (og eggjarauðan (augað) springur ekki) er aldrei að vita nema tekið verði þróunarstökk og lagt næst í hérabróður. Þá værum vér komin í kjötdeild kokkamennsku eftirstríðsáranna með sósu og brúnuðum kartöflum.

Lukkist hérinn blasa næst við danskt buff og hænsnasteik.

Kokkabókin gæti þannig orðið spennusaga í framkvæmd. Hver hefði nú trúað því að slíkt geti gerst?

Fósturtré Sporsins fært í jólaskrúða við upphaf aðventu

Staðlað

Liðsmenn Sporsins risu árla úr rekkju að morgni fyrsta sunnudags jólaföstu og söfnuðust saman við gælutré hópsins í Heiðmörk til að færa það í jólaskrúðann.

Það hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2004 til að koma Mörkinni og gestum hennar í jólaskap með því að skreyta Dalvíkurtréð í skóginum á viðeigandi hátt. Lesa meira

Teigabandið, gangnafleygar og heimsfrægð í Suður-Kóreu

Staðlað

„Rætur Teigabandsins eru í Teignum í Svarfaðardal. Þar höfum við lengi verið gangnamenn á haustin, elt ær og lömb á daginn en sungið og spilað á Búrfelli að göngum loknum. Hljómsveitin varð til fyrir fimmtán árum, kannski þau nálgist að vera tuttugu. Man það bara ekki. Fátt er skýrt í minningu gangnamanna, allra síst þeirra sem ganga í Teignum.“ Lesa meira

Úttektarheimsókn í matar- og textílmusterið Oddspart

Staðlað

Ólíkt hafast þau nú að afkvæmi Tona í fiskbúðinni. Á meðan Anna Dóra upplýsir um hórdóm, barnamorð, útburð, hjónaskilnaði, kindadráp, sauðaþjófnað og rán á bæjum í Miðfjarðardölum upp úr miðri nítjándu öld hamast bróðir Þórólfur Antonsson við að reisa matarmenningarmusteri í Oddsparti í Þykkvabæ ásamt Spúsu sinni Hrönn Vilhelmsdóttur. Gleymum ekki atvinnusmiðnum í sögunni og meðeiganda í ævintýrinu, Hauki Sigvalda. Lesa meira