Eðaltenór og öðlingur frá Ingvörum kvaddur

Staðlað

Engan veginn kom það á óvart að Steinar Steingrímsson frá Ingvörum hefði kvatt þennan heim eftir langt og erfitt sjúkdómsstríð en illt að sætta sig við það. Til forna sögðu menn einfaldlega: Hann var drengur góður. Það er allt sem segja þarf um Steinar, einfalt, skýrt og satt. Hann var ljúfur, hnyttinn, gamansamur, mátulega stríðinn og svo var hann sérlega fínn söngmaður.

Ég gaf mér tíma til að fara í gegnum myndir þar sem ég taldi víst að hann kæmi við sögu, einn og sér eða í hóp. Þá var auðvitað helst að leita í myndum frá Stekkjarhúsi gangnamanna í Skíðadal eða frá Tungurétt. Ég tíndi til myndir sem birtast hér í minningu Steinars og í leiðinni læt ég flakka með myndir í minningu fleiri samferðamanna sem skipt hafa um aðsetur í tilverunni á undanförnum árum. Grúskið tók á.

Svo eru þarna stemningsmyndir þar sem fólk í fullu fjöri er í hlutverki fyrirsæta. Enda við hæfi að komast í gangnagírinn þegar Ingvara-öðlings er minnst.

Myndirnar eru frá 2003 til 2012. Sveitungar mínir eru því á mismundandi þroskastigum en þroskaðir samt.

Myndaveislan hefst með 11 mínútna söng sem ég tók upp í Bergi 2017. Manni vöknar um augu af minna tilefni en því að sjá þetta og heyra …

Fari Steinar frá Ingvörum í friði. Hans er saknað.

Steinar er einn fárra manna sem ég hef staðið að því að skellihlæja með augunum. Þannig vil ég líka sjá hann fyrir mér: hlýlegan, hláturmildan og syngjandi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s