Háskaleikur við trjátopp í tilefni jóla

Staðlað

Dalvíkurtréð í Heiðmörk er komið í jólabúning og þar með er hafin niðurtalning til hátíða í skóginum. Liðsmenn gönguhópsins Sporsins, sem hafa haft þetta tiltekna grenitré í gjörgæslu frá því um aldamót, skreyttu það að loknu rölti í morgun og fögnuðu áfanganum að vanda við veisluborð undir berum himni.

Í Sporinu eru aðallega brottfluttir Dalvíkingar og viðhengi þeirra. Frumkvöðlar hópsins aumkuðu sér á sínum tíma yfir heldur ræfilsleg grenitré við eina gönguleiðina, hlynntu að því og skreyttu fyrst í tilefni jóla á aðventunni 2004.

Tréð var snemma tileinkað átthögunum, Dalvík og Dalvíkingum, og er sem slíkt fyrir löngu komið á spjöld sögunnar. Það hækkar auðvitað ár frá ári og skreyting alveg upp á topp er háskaleikur sem einungis er á færi þeirra allra huguðustu í Sporinu. Þeir leggja sig í hættu fyrir málstaðinn með bros á vör.

Þetta með skreytingu efst leit ekki vel út í morgun en liðsmenn með verkfræðingshugarfar fundu þá upp á því að láta tvo stiga mætast ofarlega í trénu. Þannig var unnt príla allt til topps með rauða slaufu og ná aftur til jarðar heilu og höldnu.

Hugsanlega dugar trixið aftur að ári en annars horfir í óefni með rauðu slaufuna því vitað er að jólin koma alltaf aftur og tréð þokast upp á við, einkum og sér í lagi næstu misserin eftir að það fékk Pfizer-örvunarsprautuna beint í stofn að undirlagi Þórólfs.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s