Dalvíkurtréð í Heiðmörk er komið í jólabúning og þar með er hafin niðurtalning til hátíða í skóginum. Liðsmenn gönguhópsins Sporsins, sem hafa haft þetta tiltekna grenitré í gjörgæslu frá því um aldamót, skreyttu það að loknu rölti í morgun og fögnuðu áfanganum að vanda við veisluborð undir berum himni.
Lesa meiraMánuður: nóvember 2021
Lífrænn svefngalsi hleypur í dalvískan söngfugl
StaðlaðVerslun með svarfdælskt ættarívaf hefur bæst við í fyrirtækjaflóru höfuðborgarinnar,
Náttúrurúm ehf. að Grensásvegi 46. Aðaleigendur eru hjónin Matthías Matthíasson tónlistarmaður frá Dalvík og Brynja Ólafsdóttir, félagsráðgjafi. Þau flytja inn og selja náttúrulegar og lífrænar svefnvörur af ýmsu tagi eftir að hafa fengið umboð á Íslandi fyrir breska svefnvörufyrirtækið Naturalmat sem starfrækt er í Devonskíri í suðvesturhluta Englands.
Lesa meira