Jarðvísindakona deyr á afmælisdegi skapara síns

Staðlað

Þau fórust í fangi hvors annars. Það síðasta sem hún heyrði var þýður rómur hans upp við eyra sér: ­– Átta á Richter.“

Það gengur mikið á í nýrri skáldsögu Ingibjargar Hjartardóttur, Jarðvísindakona deyr, sem Salka bókaútgáfa sendi frá sér í vikunni. Höfundur tileinkar eiginmanni sínum söguna, Ragnari Stefánssyni. Sá veit margfalt meira en flestir aðrir um titring í jarðskorpunni.

Dalvíkurskjálftinn 1934 var nálægt 6,3 á Richter og Skagafjarðarskjálftinn 1963 um 7 á Richter. Átta á Richter er því meira en þó nokkuð en rithöfundar geta leyft sér að fara svo ofarlega á jarðskjálftaskalanum án þess að nokkur ljós blikki hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Þar á bæ gátu menn því einbeitt sér að hópsmituðum Skagfirðingum og kraumandi kvikukatli á Reykjanesi þegar Imba frá Tjörn lét jörð skjálfa í útgáfupartíi undir berum himni í strandhéruðum Reykjavíkur.

Lesa meira