Fjölskylda Ingunnar Hauksdóttur söng henni til heiðurs í Heiðmörk í blíðviðrinu á öðrum degi jóla. Hún á afmæli 26. desember og í þetta sinn var tímamótanna minnst sérstaklega með því að staldra við í lundinum þar sem skjólstæðingur göngufélagsins Sporsins kúrir, fagurskreytt grenitré í tilefni jólahátíðar.
Þetta var í það minnsta önnur heimsókn heiðurshjónanna Ingunnar og Valdimars Sverrissonar að trénu. Hún aflaði snemma á aðventunni upplýsinga um hvar grenið góða væri að finna og Valdimar var svo elskulegur að senda myndir af fyrsta fundi Ingunnar og trésins og svo af afmælishópnum samankomnum á sama stað á öðrum degi jóla.
Lesa meira