Eldhús getur hæglega verið skemmtistaður og eldamennskan gleðistund í góðum hópi. Hlöðueldhúsið í Oddsparti í Þykkvabæ hefur hlotið eldskírn sína. Það stóðst prófraunina með glæsibrag og rekstrarleyfi fyrirtækisins er væntanlegt á hverri stundu. Þá geta Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson ýtt úr vör með frumkvöðlastarfsemi sína undir þaki þar sem fyrr á árum var hýst sauðfé í fjárhúskróm og hey í sambyggðri hlöðu. Lesa meira
Mánuður: maí 2020
Bjarni frá Árgerði opnar veröld lita með því að blanda á staðnum
StaðlaðJurtir, líffæri, forystufé, útfarar- og greftrunarsiðir. Viðfangsefni Bjarna Daníelssonar myndlistarmanns eru úr óvæntum áttum. Spennandi eru þau og áhugaverð, sér í lagi þegar með fylgir fyrirlestur fagmannsins sjálfs um verkin og hugmyndaheim þeirra. Lesa meira