Þar verður hvör pottur að standa sem settur er

Staðlað

Hann hefur um árabil verið manna sæknastur í að ylja sér um kropp og slaka á vöðvum í heitum potti heima við. Nú er hann kominn í heita pottinn í vinnunni líka og það á greinilega vel við kappann. Hann brosir út að eyrum, sýnir og selur. Líka á krepputímum veirunnar eða líklega einmitt vegna hennar að einhverju leyti. Lesa meira

Mynda- og afmælisveisla Heimis í Bergi

Staðlað

Menn með myndavélar skrá sögu. Séu þeir bæði búnir brúkhæfum græjum og fréttaþyrstum myndaugum verða þeir óhjákvæmilega góðir sögumenn. Þar í hópi er Heimir Kristinsson á Húsabakka. Einhverjir kenna manninn sjálfsagt við Dalsmynni á Dalvík. Þeir um það. Hann verður áttræður í júní og fagnar tímamótunum með því að opna sýningu á ljósmyndum sínum í Bergi á Dalvík á laugardaginn kemur, 7. mars, klukkan 14. Lesa meira