Í fíflúlpum – Tjarnarkvartettinn, 3. sögubrot

Staðlað

Tjarnarkvartettinn gaf út þriðja hljómdiskinn sinn síðla árs 1998 og það í bókstaflegri merkingu. Friðrik Friðriksson gaf út fyrsta diskinn 1994 og Japis þann næsta 1995. Báðir fengu góða dóma og seldust vel. Nú gerðist kvartettinn sjálfur útgefandi líka og tók fjárhagslega áhættu af verkefninu. Lesa meira

Af skíðanýbúum og uppgerðri Jónínubúð í kaupfélagskápu

Staðlað

Góð reynsla af ferðum með menntskælinga af höfuðborgarsvæðinu til skíðaæfinga í Böggvistaðafjalli ofan Dalvíkur leiddi til þess að Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Helgi Geirharðsson verkfræðingur keyptu Jónínubúð við Skíðabraut á Dalvík árið 2011. Húsið var þá niðurnítt og það svo mjög að fæstum hefði líklega dottið í hug að það yrði aftur boðlegur mannabústaður. Lesa meira